Hafa menn ekkert lært

Mér er spurn, hefur þessi ungi herramaður ekkert lært. Að halda það að henn geti pantað einhverskonar hvítskúrun frá kórfélögum sínum og geti með þvi móti þvegið hendur sínar. Þessi aðferð er löngu orðin úrelt og gagnast ei meir. Of augljós, of gegnsæ Wink , og blekkir ekki nokkurn mann. Nútíminn krefst þess að þegar pólitíkusar geri í brók reyni þeir ekki að skafa óþverann úr brókinni á svo ómerkilegan hátt, heldur komi sér í burtu áður en allt umhverfið fer að lykta, og reyni nú að sýna örlitla sómatilfinningu. Her er kannski hart til orða tekið, en undirrituðum er orðið heitt í hamsi eftir þá atburðarás sem á undan er gengin, þar sem minnstu mátti muna að græðgin yrði tekin í dýrlinganna tölu og lofsungin sem slík. Þessi ungi herramaður er svo sem  ekki sá eini sem stundar þennan ónærgætna brókarþvott sem ætti svo sannarlega að heyra fortíðinni til. Að öðru leiti óska ég brókareigendum þessum öllum alls hins besta þ.e.a.s. eftir ærleg nærklæðaskipti.   Gleðilega Páska
mbl.is Lýsa stuðningi við Guðlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega ósammála. Það er rétt af fólki að koma Guðlaugi Þór til varnar. Það býr annað að baki hér: Sjá menn ekki að það er verið að reyna að taka Guðlaug Þór af lífi pólitískt. Hverjir eru það sem vilja Guðlaug út úr forystu Sjálfstæðisflokksins?  Það er augljóst.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband